Já það er margt fallegt til í jólapakkann í Kompunni á Sauðárkróki sem handverksfólk á svæðinu hefur komið með í umboðssölu til mín fyrir jólin. Td. mosaíkhænur og fiskar, ægilega falleg vara eftir Kolbrúnu Ingólfsdóttur. Svo má líka nefna sniðugu endspítustokkana hennar Eyglóar Jónsdóttur, útsaumaðir með jólasveinamyndum og fl. Einnig glæsilegu myndirnar og dúkkurnar hennar Þórdísar Ólafsdóttur. Allt heklaða jólaskrautið og skartgripirnir hennar Olgu Alexandersdóttur og fl og fl. Komið og skoðið úrvalið og látið verðin koma ykkur skemmtilega á óvart! Verið velkomin.