herdis's blog

Hnoðin á leðurvinnuna!

Var að taka upp sendingu sem inniheldur ma. 7x8 mm. silfurlituð hnoð sem eru tvöföld! þe. kúft í báða enda. Þau hafa ekki verið til í langan tíma þar til núna. Verið velkomin.

Aunts design bolir

Var að taka upp nýja sendingu af aunts design bolunum í öllum stærðum. Kosta 4300 kr. Verið velkomnar.

Sængurverasett

Nýkomin sending af fallegum áteiknuðum sængurverasettum fyrir nýburana. Settin kosta 3900 kr. Fékk líka nokkur falleg koddaver áteiknuð, kosta 1430 kr. Verið velkomin.

Langar þig á námskeið?

Ég vil bara mynna á að þeir sem hafa hugsað sér að koma á námskeið í Kompunni í nóvember er vinsamlegast beðnir að hafa samband hið fyrsta því ef námskeið fellur niður vegna ónógrar þátttöku verður sennilega ekkert af þeim fyrir jól sökum þess að erfitt verður að finna annan tíma sem hentar öllum! Svo nú er tækifærið og hvet ég ykkur að hafa samband við mig í síma 453 5499 eða koma í Kompuna og við tökum vel á móti ykkur öllum

Bollugarnið!

Ný sending af Aran 400 gr. stóru hnotunum var að koma í hús. Óbreytt verð. Verið velkomin.

Ný sending af Tyra garni

Er að taka upp stóra sendingu að þessu yndislega mjúka garni frá Bjarkarhól ( garn.is ) Garnið kemur í 50 gr. hnotum og kostar 598 kr. hnotan. Komið og skoðið nýja blaðið Björk frá þeim og kíkið á garnið í leiðinni!

Aðventuskreytingar

Já það er ekki ráð nema í tíma sé tekið! En í alvöru þá er ég að taka upp alveg dásamlega fallegt skreytingarefni og kerti fyrir aðventuna. Verið velkomin í Kompuna á Sauðárkróki.

Björk 3

Blaðið Björk 3 frá Bjarkarhól er til í Kompunni. Kostar 1790 kr. Bland af allskonar hlutum fyrir alla aldurshópa.

Fleiri Prjónaperlur

Bókin fleiri prjónaperlur er nú til sölu í Kompunni. Kostar 3590 kr. Fjölbreytt og ljómandi fín bók.

Útsaumsbækur

Var að fá sendingu af litlu DMC munsturbókunum. Margar gerðir og ægilega fallegar hugmyndir í útsauminn.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog