herdis's blog

Nánari uppl. um námskeiðin!

Já kíkið inná Föndurnámskeið hér til hliðar vinstra megin og sjáið hvað verður í boði, hvenæar og hvað það kostar. Hlakka til að heyra frá ykkur. Verið velkomin. Herdís.

AUNTS DESIGN vörur í ­Kompunni

Ég er stolt að því að geta sagt ykkur frá því ágætu viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki að nú fást aunts design bolirnir í versluninni. Falleg Íslensk hönnun. Bolirnir fást í svörtu á dömur og herra og kosta kr. 4300 stk. Einnig fást swarovski bolirnir í hvítu og svörtu, koma í fallegri gjafaöskju og kosta kr.7800 stk. Kíkið á heimasíðuna www.auntsdesign.is til að sjá útlit og fleira. Verið hjartanlega velkomin í Kompuna á Sauðárkróki eða hringið í síma 453 5499 ef þið viljið að ég sendi ykkur.

Nýtt prjónagarn

Uppskrift og garn í pakka. Annarsvegar í barnasett úr Rasmilla´s Luksusgarn, 70% ull og 30% silki. Yndislega mjúkt og fallegt garn. Og hinsvegar er pakkning með vettlingauppskrift úr Katia 100% ull til að þæfa. Fallegar og mjög svo sniðugar gjafir ef mann vantar í tækifærisgjöf td. Fyrir utan það að þarna fær maður uppskriftina gratis!

Bútasaumsefni

Er að útbúa ægilega fallegar bútapakkningar úr efnum sem ég fékk frá Quiltbúðinni á Akureyri. Til í mörgum litum. Fékk líka tilbúnar bútasaumspakkningar með sniði og efnum. Verið velkomin.

10 ljósa seríur

Loksins eru ljósaseríurnar í föndrið komnar aftur í Kompuna. Verða til í hvítu og grænu með glærum perum, 10 og 20 ljósa, kaldar perur. Fæ líka 10 ljósa seríur beinar þe. ekki í hring! Verið velkomin.

Kærleikskúlan

Var að fá sendingu af mjög fallegum kristalskúlum í hálsmen sem fljótlegt er að gera og gaman. Pakkningin kostar 1900 kr. með öllu sem til þarf í eitt hálsmen. Falleg gjöf.

Lopi 30 frá Ístex og Dalegarnblöð

Er komin aftur í Kompuna. Mikil eftirspurn og löng bið var nú eftir þessu fína blaði Einnig nýtt skíðapeysublað frá Dale og mjög smart unglingablað 10-16 ára.

Skartgripir og tölur úr föndurleir.

Í Kompunni á Sauðárkróki er nú til fullt af fallegum litum í FIMO og SCULPEY föndurleir, til að búa til skartgripi og tölur. Kíkið á sýnishornin hér til hliðar á bls. 3 (neðst) og þar getið þið séð blóm, tölur og fleira sem ég var að dunda mér við. Auðvelt og skemmtilegt.

Langar þig að búa til hring með fiskiroði?

Yfirdekkingarhnapparnir eru komnir til að búa til fallega hringa, eyrnalokka og fleira úr fiskiroði. Til í 3 stærðum 15, 19 og 23 mm. Sjáið sýnishorn á bls. 16 í sýnishornum hér til hliðar. Verið velkomin í Kompuna á Sauðárkróki eða hafið samband ef þið viljið að ég sendi ykkur í pósti í síma 453 5499.

Handavinnupakkningar á 40% afslætti

Enn er hægt að gera góð kaup á útsaumspakkningum í Kompunnni. Afslátturinn heldur áfram út októbermánuð ef einhvern vill nýta sér betra verð en gengur og gerist! Þetta eru allskonar myndir, dúkar og fleira.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog