herdis's blog

Opnunartími í Kompunni

Verður frá kl. 13-18 á virkum dögum í vetur og á laugardögum frá kl. 11-13. Ef komast þarf í afgreiðslu á örðum tíma er velkomið að hafa samband við mig í síma 699 6102 og ég reyni að redda málunum Verið ávallt velkomin

Sokkagarnið Fame Rand

Var að fá sendingu af þessu spennandi garni frá Marks og Kattens. 70% superwash ull, 25% polyamid og 5% apryl. 100 gr. hnotan kostar 1700 kr.

Prjónakvöld í Kompunni

Jæja gott fólk þá líður að prjónakvöldum í Kompunni. Við ætlum að byrja fyrstu samveruna fimmtudaginn 7. október og ætlum að stefna að því að hittast í Kompunni á fimmtudögum í vetur frá kl. 19.30-22.00. Allir velkomnir með prjónana, heklið og gimbið.Eins væri nú gaman að fá í heimsókn þá sem eru að sauma út og eða langar að læra það, við hjálpum byrjendum í útsaumi að komast af stað fyrstu skrefin.

Nýjar vörur haust 2010

Þessa dagana streyma inn vörur. Nýr jólaútsaumur, Bucillavörur, prjónabækur og blöð. Perlugarn, storkaskærin og útsaumsjavi. Nýkomin sending af lopa og nýtt prjónagarn Zara, frá Garn.is Ýmislegt í leður- og roðvörur, í skartgripagerð og fleira og fleira.

Langur laugardagur 25. september

Opið verður frá kl. 11-16 laugardaginn 25. september 2010. Verslunin hefur tekið miklum breytingum og ekkert á sínum stað eins og einhver orðaði það, en svona gerist stundum þegar maður tekur til. Prúttið heldur áfram á allskonar vörum sem ég er að hreynsa út, það hefur verið líflegt og skemmtilegt síðustu dagana í Kompunni og margir gert góð kaup

Nýjar Bucilla vörur komnar í hús

Var að fá sendingu af nýjum Bucilla sokkum, teppum og smáhlutum. Gott verð. s: 453 5499

Tekið til í Kompunni!

Þessa dagana er boðið uppá prúttsölu í Kompunni á allskonar vörum og varningi á tombóluprís! Prúttið stendur út septembermánuð 2010 eða svo lengi sem eitthvað er til að prútta um Fyrstur kemur fyrstur fær. Verið velkomin í Kompuna á Sauðárkróki. Opið er virka daga frá kl. 13-18 og á laugardögum frá kl. 11-13.

Útsaumsmyndir á afslætti

Allur útsaumur er nú á afslætti í Kompunni og verður út septembermánuð 2010. Verið velkomin í Kompuna eða hringið í síma 453 5499.

Nýjar garntegundirí­ Kompunni

Var að taka inn nýja garntegund frá Bjarkarhól, Garn.is. þe. Zara 100% Merino ull. Má þvo í vél. Yndislega mjúkt og fallegt garn.

Nýr Bucilla bæklingur 2010

Loksins er hann kominn í hús nýji bæklingurinn með Bucilla vörunum. Margt fallegt að vanda, mikið að nýjum spennandi hlutum. Vörur væntanlegar um miðjan september. Verið velkomin í Kompuna eða hringið í síma 453 5499.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog