herdis's blog

Lummudagar í Skagafirði 2010

Í tilefni Lummudaga sem haldnir verða nú um helgina 26. og 27. júní verður Verslunin Kompan opin frá kl. 11-17 á laugardaginn. Bjóðum við alla hjartanlega velkomna til okkar í verslunina að Aðalgötu 4 á Sauðárkróki.

Blúndugarn í Kompunni á Sauðárkróki

Nú fæst Flamenco uni blúndugarn í Kompunni á Sauðárkróki. Mjög mjúkt og fallegt garn. 100% acrylic, 50 gr. ca 30 m. Kostar kr. 790 hnotan.

Spennandi tímarí­ Kompunni

Já nú færist fjör í leikinn;-) Síðustu daga hef ég verið að rýma fyrir nýjum handverksvörum sem ég er að taka í umboðssölu frá fólki víða að. Töluvert er komið í hús en ennþá á eftir að bætast í flóruna og óhætt er að segja að margt fallegt verður í boði fyrir viðskiptavini Kompunnar sumarið 2010. Ég vil hvetja þá sem vilja vera með að hafa samband við mig hið fyrsta, síminn minn er 453 5499 í Kompunni. Svo er líka hægt að senda mér línu á kompan@kompan.is

Skoðið nýjar myndir!

Nýverið hef ég hlaðið inn talsverðu magni af nýjum myndum af sýnishornum sem ég hef gert og einnig myndum teknum í vinnustofunni í Kompunni af nemendum sem hafa komið og lært nýja hluti og skemmtilega.arna getið Þið getið líka fundið nokkrar myndir af námskeiðum og myndum frá prjónakaffisamverum sem hafa verið haldin á miðvikudagskvöldum í Kompunni á Sauðárkróki í vetur. Njótið vel.

Gjestal Topp Mohair garn á afslætti

4 litir á tilboði þe. grár, brúnn, blár og rauður. Kostar 550 kr. hnotan. Blandan er 65% mohair og 35% acryl. Fínt með lopanum og líka eitt og sér. Mjúkt og gott garn. Nýtið gott tækifæri. Verið velkomin í Kompuna eða hringið í síma 453 5499 og ég sendi ykkur í pósti.

Heilo Dalegarn á afslætti

Í boði eru nokkrir litir af Heilo Dalegarni á 490 kr. hnotan. Þetta eru brúnir og gráir litir. Endilega notið gott tækifæri, verið velkomin í Kompuna eða hringið í síma 453 5499.

Minjagripasala í Kompunni

Nú langar mig að bjóða handverksfólk velkomið til mín sem vill selja vörur sínar. Ætlunin er að  Verslunin Kompan bjóði uppá minjagripi fyrir heimamenn og gesti sem heimsækja Sauðárkrók og Skagafjörð sumarið 2010. Vörur verða teknar í umboðssölu líkt og handverkshús og upplýsingamiðstöðvar eru að gera. Þetta verður öllum opið. Hafið endilega samband við Herdísi í Kompunni síma 453 5499 eða kompan@kompan.is

Fermingarkerti

Nú er rétti tíminn að koma og læra að skreyta falleg kerti fyrir fermingarnar. Komið og lærið að búa til falleg vaxblóm og fleira. Sjáið sýnishorn af skreyttum kertum hér í myndasafninu til vinstri. Vinnustofan er opin alla virka daga milli kl. 13-18 og eftir samkomulagi. Verið velkomin.

Hreynsunardagar á föndurvörum

Mikið úrval af allskonar föndurvörum á 30-50% afslætti. Kíkið í Kompuna á Sauðárkróki og notið tækifærið.

30% afsláttur af handavinnu

Öll handavinna þe. útsaumspakkningar eru á 30% afslætti í Kompunni Sauðárkróki. Komið eða hringið og gerið góð kaup! Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog