herdis's blog

Bollugarn 400 gr. hnotur

Verðlækkun á Aran bollugarninu, stóru 400 gr. hnotunum. Kostar núna aðeins 1920 kr. hnotan. Hafið samband sendi um allt land.

Prjónakvöld í Kompunni

Á miðvikudagskvöldum milli kl. 20-22 er prjónað og heklað í Kompunni. Þetta eru opin kvöld fyrir alla sem áhuga hafa og langar að læra að prjóna eða hekla. Við aðstoðum þá sem langar að byrja prjóna eða hekla, það kostar EKKERT. Verið öll velkomin. 

Nýtt prjónagarn

Prjónagarn frá Garn.is er komið í Verslunina Kompuna á Sauðárkróki. Margar tegundir, ódýrt og flott garn. Sama verð og á www.garn.is                Nýtt prjónablað frá Bjarkarhól, Björk nr. 2 með íslenskri þýðingu komið í hús. Kostar 1790 kr.

Marks og Kattens garn í Kompunni á Sauðárkróki

Komið á lager í fallegum sprengdum litum í 100 gr. hnotum. Prjónastærð 3-6 er fín fyrir þetta garn. Mjög mjúkt og þægilegt viðkomu.

Nýtt í Kompunni á Sauðárkróki

Var að taka í sölu prjónagarn frá garn.is

Þær tegundir sem eru komnar á lager er 100% superwash ull í 20 litum. Garn fyrir prjónastærð 3-4. Og Mohair garn í fallegum litum. Garnið er selt á sama verði og á garn.is

 

Kambgarn

Var að fá sendingu af Kambgarni og Lopa. Nýjir fallegir litir á lager. Verið velkomin.

Útsala í Kompunni

Útsala er hafin í Kompunni á hannyrðavörum og föndurvörum. Verið velkomin.

Gleðilegt nýtt ár 2010

Gleðilegt nýtt ár 2010 kæru lesendur og viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki. Og takk fyrir viðskiptin á undanförnum árum. Kær kveðja, Herdís.

Þæfingarnámskeið 12. nóvember

Þæfingarnámskeið verður haldið á vegum Kompunnar á Sauðárkróki 12. nóvember nk. ef næg þátttaka næst (lámark 5 manns) frá kl. 18.30-21.00 uþb. Kennari á námskeiðinu verður Sigrún Indriðadóttir listakona úr Lýdó;-) Kennt verður að þæfa utanum borðlampa, sjá sýnishorn í versluninni Kompunni að Aðalgötu 4 á Sauðárkróki. Námskeiðið kostar 9000 kr. allt innifalið. Skráning í síma 453 5499. Verið velkomin.

Ný bútasaumsefni

Nýkomin sending af fallegum bútasaumsefnum í jóladúkana og jólaföndrið. Verið hjartanlega velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog