herdis's blog

Ódýr útsaumsjavi

Bómullarjavi (aida) 5 spor pr. cm. Til í rauðu, bláu og grænu. Breidd 160 cm. Selst á 750 kr. 1/2 m.
Og.
Bómullarjavi 7 spor pr. cm. Til í beinhvítum lit. Breidd 160 cm. Selst á 750 kr. 1/2 m.

Nýtt í Kompunni

Nú fæst Íslenski Lopinn í Kompunni. Léttlopi og Plötulopi.
Einnig Kambgarnið sem er til í fallegum litum og er svo frábært að nota í allskonar handavinnu ss. prjón, hekl og til að sauma út gamla Íslenska krossasauminn. Svo dæmi séu tekinn.

Handavinnudagar í Kompunni

Nú standa yfir handavinnudagar í Kompunni.
Nýkomið mikið úrval af allskonar handavinnu, nýjar útsaumspakkningar og Bucilla vörur.
Handavinnudagarnir standa yfir í 4 vikur til 13. febrúar ´09.
Svo nú er um að gera að nota gott tækifæri þar sem úrvalið hefur sjaldan verið meira;-)

Nýjar vörur jan´09

Var að taka upp glæsilega dúka til að sauma í og/eða mála, löberar og fl.
Einnig harðangur og útsaumsmyndir. Gott verð.

Langar þig að mála eða?

Vertu þá velkomin í Kompuna. Vinnustofan er komin í gang eftir áramótin ´09.
Nú erum við að byrja mála á keramikið og sauma perlusaum svo eitthvað sé nefnt. (Þetta er einmitt fínn tími til að mála og vinna við jólagjafirnar sem á að gefa næstu jól!)
Vinnustofan er í rauninni opinn þegar þér hentar! á opnunartíma verslunarinnar virka daga milli 11-18
(og lengur ef þörf krefur)
Verið velkomin.

Prjónagarn á afslætti!

Ýmiskonar prjónagarn er nú á afslætti í Kompunni ss. bómull, ull, skrautgarn og fl.
Kíkið við og notið nú þetta góða tækifæri í svokallaðri ''Kreppu''.
Verið velkomin.

Opin vinnustofa

Alla virka daga milli kl. 11-18 (og eftir samkomulagi) er opin vinnustofa í Kompunni þar sem fólki gefst kostur á að koma á námskeið í allskonar föndri. Námskeiðsgjald er mismunandi, það fer eftir því hvert námskeiðið er og hvað er innifalið. Skráning er í Kompunni eða í síma 453 5499.
Þessi hugmynd með að opna vinnustofu kemur að hluta til í staðin fyrir hefðbundið námskeiðahald.
Þeir sem hafa heimsótt Kompuna í haust og nýtt sér þetta eru allir á eitt sáttir um að þetta sé alveg frábær leið til að njóta þess að föndra í góðum félagsskap.
Til að fá hugmyndir af því sem þið gætuð hugsanlega lært í Kompunni hjá Herdísi þá er um að gera að skoða sýnishornin hérna til hliðar og sjá hvað ég hef verið að dunda mér við.
Svo nú er bara að bretta upp ermar og drífa sig af stað;-)
Verið ávallt velkomin.

Kompan 10 ára

Í dag 18. nóvember 2008 er Kompan 10 ára.
Það finnst mörgum sjálfsagt talsvert merkilegra en mér en það má ekki misskilja mig þannig að ég sé ekki ánægð með það! :-)
Þessi tímamót eru mér sérstakleg ánægjuleg að því leiti til að ég hef náð markmiði sem ég setti mér í upphafi. Svo nú er bara að setja sér ný!
Ég get ekki látið hjá líða að þakka öllum þeim sem hafa stutt mig í gegnum tíðina með ráðum og dáð, hvatt mig áfram og verslað við mig, því án ykkar væri þetta vissulega ekki hægt.
Takk fyrir mig.
kv. Herdís

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár og kærar þakkir fyrir viðskiptin á nýliðnu ári.
Það er þegar farið að spyrja um námskeið á næstunni, þau koma!
Margt verður að venju í boði og vonandi finnur fólk eitthvað við sitt hæfi.

Vinsæl námskeið

Það hefur verið líf og fjör á námskeiðunum hjá okkur i Kompunni að undanförnu, en fyrsta Gimbanámskeiðinu lauk núna fyrir helgina á fimmtud. 1. nóvember. Vegna mikilla vinsælda ætlum við að bjóða uppá annað námskeið núna í nóvember ´07.
Gimbanámskeið verður haldið 20. og 27. nóvember. Þetta er 1 námsk. = 2 kvöld.
Einnig verður boðið uppá fleiri námskeið í vatnslitun (sem er afskaplega vinsælt og skemmtilegt námskeið) en þau verða haldin 12. 13. og 19. nóvember
Ef þið hafið áhuga á því að vera með okkur á skemmtilegum námskeiðum þá hafið samband í Kompuna í síma 453 5499.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog