herdis's blog

Frestun á opnu dögunum!

Vegna óviðráðanlegra orsaka verð ég að fresta opnu fimmtudagskvöldunum sem vera áttu í nóvember 2011 um óákveðin tíma. Þykir það leitt en vonandi gengur það upp seinna!

Opið hús

Í kvöld fimmtudag 27. okt. frá kl. 19-22 verður opið hús á vegum Kompunnar í Tjarnarbæ (félagsheimili Léttfetamanna). Jóhanna kemur frá Textilsetrinu á Blönduósi og kynnir Vatnsdælu á Refli. Allir velkomnir og um að gera að taka prjónana með.

Silki, silkilitir og fleira

Er að fá fallega silkiliti og silki til að föndra með í kort og fleira. Vatnsliti og blokkir, perlur og fleira skemmtilegt. Alltaf eitthvað nýtt, kíkið við.

Ódýr jólakerti

Er að taka upp jólakertin, ódýr og góð kerti sem brenna vel.

Bútasaumsefni

Falleg efni seld  í fat quarter bútapakkningum og stakir bútar. Verið velkomin.

Vatnsdæla á Refli, opið hús

Jóhanna Erla Pálmadóttir kemur til okkar og kynnir fyrir okkur í máli og myndum  þetta skemmtilega verkefni á fimmtudagskvöldið 27. okt. Opið hús verður í Tjarnarbæ, félagsheimili Léttfetafélaga á Sauðárkróki frá kl. 19-22. Kaffispjall og kósíheit og prjónarnir vonandi með. Verið velkomin.

Breyting á opnu dögunum í Kompunni!

Sú breyting er að Prufukvöld með Hilmu færist fram um 1 viku og kynning Jóhönnu á Reflinum færist aftur um 1 viku (þær skipta á dögum) Þannig að prjónaprufukvöld verður næsta fimmtudagskvöld 20. okt frá kl. 19-22             Allir hjartanlega velkomnir.

Jólavörurnar streyma inn

Já það er gaman núna, fullt af jólavörum að koma ásamt endalausum sendingum af garni. Jólafilt, glimmerlím og duft, 3d blöð og bækur í kortagerð, jólastimplar, límmiðar og svona mætti lengi telja. Kíkið við, það er alltaf gaman að gramsa í nýju dóti;)

2 á 1 í kvöld 13. október

Opið hús í kvöld. Hilma Eiðsdóttir Bakken ætlar að leiðbeina okkur hvernig við prjónum 2 hluti á 1 prjón. Kíkið til okkar og takið með ykkur prjóna og garn til að vinna með (hægt að kaupa í Kompunni). Allir velkomnir.

Mohair garn og útsaumsmyndir

Ný sending af Fifa Mohair garni komin í hús. Margir nýjir og fallegir litir. Hnotan er á 495 kr. einlit utan svart er á 540 kr. Einnig fengum við nýjar útsaumsmyndir, allskonar fallegan jólaútsaum og bollakökumyndir ásamt litlum og sætum eldhúsmyndum. Ódýr og falleg handavinna. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog