herdis's blog

Opnunartími í Kompunni um hátíðarnar

Opið verður frá kl. 13-18 virka daga til jóla. Laugardagana 11. og 18. verður opið frá kl. 11-13. Á þorláksmessu verður opið til kl. 22. Lokað á aðfangadag, jóladag og annan dag jóla. Opið milli jóla og nýárs frá kl. 13-18 virka daga.  Lokað á gamlársdag og nýjársdag. Verið öll hjartanlega velkomin.

10 ljósa seríur

Komnar á lager aftur. Kosta kr. 590 stk. til í hvítu og grænu með glærum perum. Verið velkomin.

Veirurnar eru mættar á svæðið!

Já ég hef fengið í umboðssölu jóladisk sem ber heitið Jólastemmning og annan til sem ber nafnið Stemmning frá sönghóp sem kallar sig þessu skemmtilega nafni Veirurnar. Söngvarar í hópnum eru mörg hver Skagfirðingar langt aftur í ættir og syngja náttúrlega alveg eins og englar fyrir vikið. Þau telja um 15-20 manns og hafa starfað saman í uþb. 25 ár og syngja við hin ýmsu tækifæri allt árið um kring víðsvegar um landið. Við höfum notið þess að fá þau í heimsókn hingað í fjörðinn af og til en það mætti auðvitað vera oftar, því þau eru svo skemmtileg Þetta er fallegur og fágaður söngur hjá þeim og vel þess virði að kaupa sér disk. Kostar 1950 kr. stk. Verið velkomin.

Geisladiskurinn hans Jóns Þorsteins

Hef tekið í umboðssölu Harmonikudiskinn Caprice hans Jóns Þorsteins Reynissonar. Glæsilegur flutningur hjá Jóni á þessum disk. Allir tónlistaráhugamenn verða að eiga þennan grip. Kostar aðeins 1950 kr. Verið velkomin.

Tjull pokar fyrir skrautið og skartið

Var að fá á lager til mín fallega tjullpoka til að pakka skartinu í og fl. Verið velkomin.

Gúmílímið undir prjónuðu skóna!

Naturlatex var að koma í hús. Notað á prjónuðu skóna undir hælin og tábergið td. til þess að skórnir verða ekki eins sleipir að ganga á fyrir vikið. Verið velkomin.

Síðasta prjónakvöldið fyrir jól

Í dag fimmtudaginn 2. desember er komið að síðastu samverunni okkar fyrir jólin 2010 hér í Kompunni á Sauðárkróki. Hlakka til að sjá ykkur allar með eitthvað fallegt á prjónunum. Í tilefni dagsins ætla ég að sýna ykkur hvernig þig getið gert flottar tölur úr föndurleir. Hittumst milli 19.30-21.30 í Kompunni. Verið ávallt velkomin.

Endurskinsþráður

Var að fá í sölu endurskinsþráð til að prjóna með í húfur, vettlinga, peysur og allt annað. Eða eins og hverjum einum er lagið! 10 m. á keflinu kosta kr. 990. Gott fyrir veturinn. Verið velkomin.

Sokkagarnið Fame Rand

Komið á lager, til í öllum litum. Verulega smart að prjóna uppháa sokka úr þessu garni. Það er mislitt og munstrar sig sjálft, smart. Kostar 1700 kr. stk. 100 gr. hnotur. Verið velkomin.

Nýjar hugmyndabækur fyrir skartgripi

Var að fá mjög flott blöð með hugmyndum og kennsluaðferðum fyrir alla þá sem áhuga hafa á skartgripagerð og þvíumlíku. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog