herdis's blog

Hringir á fingur!

Var að fá inn ódýrari föndurhringi til að nota í skartið sem búið er til úr föndurleirnum sem bakaður er í ofni. 8-10 stk. í pk. á 1170 kr. mismunandi stærðir og gerðir. Verið velkomin.

Snjórinn í glæru kúlurnar með mynd

Var að fá gerfisnjó til að setja innaní 3d kúlurnar þegar maður vill td. setja mynd af barninu eða sjálfum sér Þegar kúlan er komin saman og hún er hrist þá þyrlast snjórinn upp! Verið velkomin.

Þæfingarnálar og kemba

Komið á lager í rauðu og fl. litum. Verið velkomin.

Nýjir litir í kærleikskúlurnar

Voru að koma á lager mjög fallegar stórar kúlur í löngu hálsmenin. Verið velkomin.

Frauðplastbjöllur til að stífa á!

Voru að koma á lager í 5 og 7 cm. stærðum. Takmarkað magn. Fyrstur kemur fyrstur fær!! Verið velkomin.

Sögustund í Skagafirði

Var að fá umboðssölu glæsilega hljóðleiðsögn á diski og 2 bæklinga- áningarstaðir í Skagafirði og gönguleiðsögn um Krókinn eftir Kristínu Jónsdóttur. Þetta er lokaverkefni Kristínar í ,,Hagnýtri menningarmiðlun,, við Háskóla Íslands sem hún gefur út á eigin vegum. Diskinn setur maður í geislaspilarann í bílnum og keyrir á milli sögustaða í Skagafirði, allt á milli Sauðárkróks og Skeljungshöfða. Bæklingur fylgir um hvern sögustað fyrir sig auk skemmtilegrar gönguleiðsagnar um Gamla bæinn á Króknum. Frábær gjöf að heiman. Sögustundin kostar 2800 kr. Verið velkomin í Kompuna.

Laugardagur 27. nóvember

Opið verður í Kompunni frá kl. 13-17 laugardaginn 27. nóvember 2010. Kertaljós og huggulegheit. Verið velkomin í Aðalgötuna á Sauðárkróki, við tökum vel á móti ykkur og með bros á vör

Kærleikskúlan komin aftur!

Var að taka upp fallegar kristalskúlur fyrir síð hálsmen. Pakka öllu sem þarf í 1 hálsmen, auðvelt að setja saman kostar kr. 1500 stk. Falleg gjöf.

Ný sending af ARAN

Er að taka upp sendingu af stóru hnotunum 400 gr. ARAN garnið loksins komið á lager, mikið búið að bíða eftir því. Kostar kr. 1910 kr. hnotan. Verið velkomin.

,,Sestu elsku vinur ég kem með kaffið''

Vantar þig jólagjöf sem hittir í mark?!! Þessi setning auk annara er til áprentuð á svuntur sem ég er að selja fyrir Byggðasafn Skagfirðinga. Tilvitnun í bækur Guðrúnar frá Lundi. Aðeins nokkrar eftir, fyrstur kemur fyrstur fær!!!!!! kosta kr. 2860 stk. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - herdis's blog