Blogs

Öðruvísi jólagjafir

Já það er margt fallegt til í jólapakkann í Kompunni á Sauðárkróki sem handverksfólk á svæðinu hefur komið með í umboðssölu til mín fyrir jólin. Td. mosaíkhænur og fiskar, ægilega falleg vara eftir Kolbrúnu Ingólfsdóttur. Svo má líka nefna sniðugu endspítustokkana hennar Eyglóar Jónsdóttur, útsaumaðir með jólasveinamyndum og fl. Einnig glæsilegu myndirnar og dúkkurnar hennar Þórdísar Ólafsdóttur. Allt heklaða jólaskrautið og skartgripirnir hennar Olgu Alexandersdóttur og fl og fl. Komið og skoðið úrvalið og látið verðin koma ykkur skemmtilega á óvart! Verið velkomin.

Mjúkur jólapakki!

Það er umtalað að jólapakkinn verði mjúkur í ár, eða svo segja fréttirnar amk. Mig langar bara að mynna þá á sem langar og vilja gefa mjúka pakka í ár að það  er til fullt að fallegum lopapeysum og prjónavörum á alla fjölskylduna í umboðssölu hér í Kompunni á Sauðárkróki sem eru handprjónað og heklað af Skagfirsku handverksfólki. Gæti ekki verið betra verð, né fallegri vara Var td. að fá í umboðssölu glæsilega barnajakka fyrir þau allra yngstu. Verið velkomin og skoðið úrvalið.

Jólarauð ullarkemba

Kemur í hús á miðvikudaginn 24. nóvember. Verið velkomin.

veski.is

Er að taka upp glæsileg kortaveski frá veski.is. sem ég verð með í sölu. Þetta eru 3 tegundir þe. acm, exentri og secrid. Flottasta jólagjöfin í ár, ekki spurning. Fyrir alla þá sem vantar gott veski! Kíkið inná heimasíðuna þeirra veski.is og sjáið herlegheitin í mynd og allar nánari upplýsingar. Verið velkomin.

Ullarkemba

Var að koma í hús. Til í allskonar litum, þó ekki jólarauðum en kemur vonandi í næstu viku til okkar. Flott í jólaföndrið, allir geta þæft sér fallegar jólaseríur, jólakúlur og fleira.

Frestun á námskeiði!

Fresta þarf skartgripanámskeiðinu sem vera átti 18. nóvember um óákveðin tíma fram í desember vegna ónógrar þátttöku. Endilega hafið samband ef ykkur langar að læra búa til fallega skartgripi úr roði. Verið velkomin. 

Akríl föndurlitir

Loksins komnir á lager eftir langa bið. Til í nokkrum grunnlitum + sprengiefni og límlakk.

Laxaroð

Var að taka upp nýja sendingu af laxaroði í mörgum fallegum og spennandi litum í föndurvinnuna, skartið, beltin og töskurnar. Á til á lager líka lambsskinn (leður) svart og brúnt. Verið velkomin.

Hand-Quilt tvinni á afslætti!

Er að selja Mettler vaxborinn tvinna fyrir handsauminn á 40% afslætti. Verið velkomin.

Ný kerti

Glæsileg aðventukerti til í rauðu, fjólubláu, silfurlituðu og hvítu. Sanngjarnt verð. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - blogs