Blogs

Keramikmálunarnámskeið

Keramikmálunarnámskeið var haldið á Sauðárkróki 23. okt. Góð þátttaka var í námskeiðinu og gekk mjög vel. Keramik er alltaf vinsælt fyrir jólin og margt fallegt er til í hillunum í Kompunni til að mála. Ef ykkur langar að koma á námskeið  og læra að þurrbursta á keramik þá ekki hika við að hafa samband. Væntanlega verður eitt námskeið í viðbót sett upp fyrir jólin.

Gimb námskeið

Það fór vel af stað Gimb námskeiðið hjá okkur á fimmtudagskvöldið 25. okt. Góð mæting og núna eru nemendur í óða önn að vinna heimaverkefnin sín til að geta klárað næsta fimmtud. hjá okkur. Gimb er fljótlegt að læra og afskaplega fallega hluti hægt að Gimba ss. barnateppi, trefla og dúka svo eitthvað sé nefnt. Kennari á námskeiðinu hjá Kompunni er Friðfinna Lilja Símonardóttir.

Smá bilun!

Beðist er velvirðingar á texta og myndabrengli sem hrjáir heimasíðuna þessa síðustu daga! verið er að vinna í smá bilun sem upp kom, einskonar tæknilegir örðugleikar!  Vonum það besta með framhaldið.

Frábært námskeið

Takk fyrir frábært námskeið í Taumálun sem fram fór laugard. 20. okt. ´07 á Sauðárkróki. Það voru 6 konur sem tóku þátt. Kennari á námskeiðinu var Kristlaug Pálsdóttir frá Engidal í Bárðadal sem er alveg einstaklega flink að mála og frábær kennari. Kann ég henni mínar bestu þakkir fyrir frábært samstarf og vona að nemendurnir hafi notið þess eins og ég. Það er mjög trúlegt að við Kristlaug verðum með annað námskeið strax eftir áramótin. Myndir af námskeiðinu og hlutum sem Kristlaug hefur málað eru væntanlegir á heimasíðuna mjög fljótlega :-)

Ný námskeið

Skoðið nýja námskeiðstöflu í undirsíðunum hér til vinstri á síðunni. Margt spennandi í boði. Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga. Verið hjartanlega velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - blogs