Blogs

OPIÐ HÚS 5.okt í Kompunni

Við mynnum á opið hús hér í Kompunni í kvöld miðvikud 5 okt. Naglalist.is kemur til okkar og kynnir fyrir okkur ásetningu stimpla á neglur. Hefst kl. 19. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Jólin, jólin, jólin eru yndisleg.....

Það er ekki ráð nema í tíma sé tekið. Það styttist í jólin. Mikið af fallegum jólaútsaumi og bókum með jólahugmyndum var að koma í hús. Nýjir litir í ARAN (bollugarninu). Handavinnu/Prjónatöskur með vasa fyrir blöðin öll! Bucilla sokkar og og margt fleira fallegt. Kortaefni og svona mætti lengi telja. Kíkið við, það er margt að sjá og skoða;)

Fjöldi garntegunda kominn á 30% afslátt

Sem dæmi er hægt að versla HUBRO garnið frá DALE á 700 kr. hnotuna. Fame sokkagarnið er líka á 700 kr. hnotan (400 m). Flamenco blúndugarnið er á 360 kr. hnotan. Katja SOLE blúndugarn fer á 830 kr. hnotan og Operadarte frá FILATURA selst á 890 kr. hnotan. Notið gott tækifæri. Velkomið að hafa samband og við sendum ykkur hvert á land sem er.

Rekstur Kompunnar er til SÖLU

Frá árinu 1998 hefur Kompan verið sérhæfð í sölu á hverskyns föndur-, handavinnu- og handverksvörum. Hér er gott tækifæri á ferðinni fyrir áhugasama að láta drauminn rætast. Skoðið málið, ég hvet ykkur öll til þess því þetta býður uppá margskonar tækifæri ss. vinnustofa, gallerí, hönnunarhús, verslun, kaffihúsarekstur og fleira. Allt í bland, því fjölbreyttara þeim mun betra. Frábært fyrir þá sem eru að vinna að sinni hönnun og hugmyndum að koma þeim á framfæri osfrv. Mjög góð staðsetnig. Allar nánari upp. hjá Herdísi í Kompunni eða í síma 453 5499/699 6102.

LOPI 31 komin í hús

Nýja prjónablaðið LOPI 31 er komin. Margt mjög fallegt að sjá þar. Kíktu við, skoðaðu blaðið og tryggðu þér eintak á 1730 kr. Sjáumst;)

Opið hús 5. október í Kompunni

Þá kíkir naglalist.is í heimsókn og kynnir fyrir okkur það nýjasta í naglaskreytingum þe. stimplar. Sýnikennsla kl. 19 stundvíslega og skraut á staðnum sem hægt verður að kaupa. Endilega látið alla vita sem áhuga hafa á naglaskreytingum og naglaskrauti. Flottar jólagjafir í ár fyrir þær sem langar að skreyta fallegar neglur, er það ekki? Skráning er hafin í Kompunni og í síma 453 5499.

Tölur og fleira fallegt

Skeljatölur, kókostölur og fleira var að koma til okkar frá Bjarkarhól. Kíkið við og skoðið úrvalið hjá okkur. Sjáumst;)

Skartgripakeðjan og fl........

Var að koma í hús, ýmislegt til skartgripagerðar og fleira spennandi. Verið velkomin til okkar í Kompuna.

Fullt af nýjum vörum, gaman gaman

Þessar síðustu vikur hrúgast inn fullt af nýjum og spennandi vörum. Bara gaman, kíktu við og sjáðu allt nýja dótið. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - blogs