Blogs

Opið hús í Kompunni

Samverustundir í Kompunni fyrir alla þá sem langar að koma með handavinnuna sína og spjalla. Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 21. september frá kl. 19-22. Þar verða umræður um vetrarstarfið. Stefnt er að samverustundum aðra hverja viku á miðvikudögum í vetur. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar í kaffispjall og kósíheit. Kaffisjóðurinn verður á sínum stað ef fólk vill styrkja kvöldin.

AKRA hveitið er til sölu í Kompunni

Hef tekið í sölu hveiti sem Gunnar bróðir minn á Stóru Ökrum í Blönduhlíð framleiðir. Hveitið sel ég til styrktar Frjálsíþróttadeild Tindastóls sem leggur upp í keppnisferð til Gautaborgar í sumar. 2 kg. af hveitinu kosta 400 kr. stgr. En það er líka hægt að fá það afhent í heimatilbúnum hveitipokum sem ég geri sjálf og þá sel ég pokann á 1900 kr. (með 2 kg.) Pokann er síðan hægt að nota aftur td. með því að koma í Kompuna og kaupa meira hveiti. Endilega komið og styrkið gott málefni og kaupið á Skagfirskt hveiti sem alveg ljómandi í brauð, pizzabotna og fleira. Verið velkomin.

KAUPAUKI hvað er nú það?

Já ágætu viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki. Nú standa yfir KAUPAUKADAGAR sem þýðir að þegar verslað er fyrir 1000 kr. eða meira fá viðskiptavinir velja sér úr völdum vörum í kaupbæti! það þýðir að það má velja sér 1 stk. fyrir hverjar 1000 kr. sem verslað er fyrir. Endilega kíkið við og nýtið ykkur tækifærið, aldrei að vita hvað leynist í körfunni. Fyrstur kemur fyrstur fær. Verið velkomin.

Opið á laugardögum frá kl. 11.00-13.00

Á laugardögum er opið frá kl. 11.00-13.00. Virka daga er opið frá kl. 13.00-18.00 og á fimmtudagskvöldum er opið frá kl. 19.30-21.30 (meðan prjónakvöldin eru). Síminn er 453 5499. Verið ávallt velkomin í Kompuna.

Verslunin Kompan ehf. á facebook

Já ágætu viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki, Kompan er komin á fésbókina. Verið velkomin að kíkja þangað til að fylgjast með því sem er að gerast í Kompuni og endilega notið ,,Líkar við hnappinn,, og verið dugleg að láta vini ykkar vita af þessu. Takk, takk og sjáumst hress, kv. Herdís.

Ný sending af leðurtengdum vörum og fl.

Er að taka upp sendingu frá Hvítlist þe. vaxborin hörþráður, svartur. Polyester tvinni hvítur og svartur. Serafil no. 40 svartan og brúnan í leðurvinnuna. Leðurnálar í saumavélarnar. Kósar svartir og silfurlitaðir í stærðum 8, 11 og 14 mm. 10 cm. breiða svarta teygju og rennilása 10, 12 og 15 cm. svarta.

Prjónakvöld í kvöld 10.febr

Því miður verður ekkert af prjónakvöld í kvöld fimmtudaginn 10. febrúar. Hittumst vonandi allar hressar næsta fimmtudag þann 17. í Kompunni. Verið öll velkomin.

Navia uno, duo og trio.

Var að fá sendingu af Navia garninu í uno, duo og trio tegundunum. Navia uno kostar kr. 790. Navia duo og trio kosta kr. 690. Athugið lækkað verð! Verið velkomin.

Prjónablaðið ÝR komið

Nýtt prjónablað ÝR nr. 45 er komið út. Blaðið hefur að geyma glæsilegar prjónauppskriftir úr Navia garninu Færeyska ma. Það er í fyrsta sinn sem koma þýddar Færeyskar uppskirftir frá Tinnu. Blaðið kostar kr. 1990. Verið velkomin.

Föstudagurinn 4. febrúar

Vegna óviðráðanlegra orsaka verður Verslunin lokuð frá kl. 16.00 í dag föstudag 4. febrúar 2011. Opið verður á morgun laugardag frá kl. 11-13. Afsakið óþægindin af þessum sökum. Verið velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - blogs