Blogs

Fyrsta prjónakvöldið 2011

Takk fyrir notalega kvöldstund þið sem komuð í gærkveldi á fyrsta prjónakvöld ársins 2011í Kompunni á Sauðárkróki. Ekki var það fjölmennt en góður félagsskapur og gott andrúnsloft sannarlega. Byrjendur sem og lengra komnir sátu saman og skemmtu sér hið besta. Verið ávallt velkomin á prjónakvöld í Kompunni milli kl. 19.30-21.30 á fimmtudagskvöldum. Athugið að Kompan er opin á sama tíma.

Handavinnugleði, já sælar!!!

Ja hérna hér. Er að fá í hús MJÖG GOTT úrval af allskonar handavinnu. Útsaumur margar gerðir fyrir unga sem aldna og alla þar á milli. Sanngjarnt verð. Þið sem komist ekki til mín til að skoða getið hringt eða sent póst til að fá nánari upplýsingar. Sími 453 5499 eða kompan@kompan.is Verið velkomin.

Nú verdur hátíð í bæ!!

Já ég get glatt ykkur ágætu viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki. Er að taka í sölu Navia Duo, blönduð Færeysk ull, Hjaltlands ull og Áströlsk ull. Er í 50 gr. hniklum, 180 m. Verð með alla litina. Ég vona að þessi viðbót í þjónustu Kompunnar gleðji prjónaáhugafólk Verið hjartanlega velkomin.

Útsala

Nú er hafin útsala á völdum vörum í Kompunni. 40% afsl. af garni, kertum, skreytingarefni og fleira. Ennþá meiri afsláttur af vörum í prútthorninu þar sem viðskiptavinir geta gert reifarakaup. Útsalan stendur út janúarmánuð. Verið hjartanlega velkomin.

Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár. Hlakka til að sjá ykkur öll sem eruð að prjóna, hekla, sauma út, perla, mála, búa til skartgripi og aðrar gjafir fyrir vini og kunningja eða eruð bara að dunda ykkur til skemmtunar. Verið velkomin í Kompuna á Sauðárkróki á nýju ári. Sjáumst hress, Herdís

GLEÐILEG JÓL

Ég óska ykkur öllum lesendur góðir og viðskiptavinir Kompunnar á Sauðárkróki Gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Með þökk fyrir samskiptin og viðskiptin árinu sem er að líða. Kær jólakveðja, Herdís.

Þorláksmessa opið til kl.22

Verið velkomin í Kompuna á Sauðárkróki. Opið til kl. 22 á þorláksmessu.

Glæsilegar gjafir fyrir frúna!

Var að fá glæsilegar gjafaöskjur með prjónum og heklunálum, ADDI skiptiprjónasett. Upplagt fyrir handavinnukonurnar sem vantar góða prjóna. Falleg gjöf. Verið velkomin. 

Nýjar gjafavörur í jólapakkana

Var að fá í umboðssölu fallegt skart úr hraunperlum og ekta perlum frá Bryndísi Kjartansdóttur búsetta á stórReykjavíkursvæðinu. Bryndís sendi líka til mín gestabækur og silkihálsmen, einfalt, fallegt og ódýrt. Verið velkomin.

Opið í áskaffi á aðventu

Opið verður í Áskaffi í Glaumbæ laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. desember frá kl. 15-19 auk laugardagsins 18. desember frá kl. 15-19. Boðið verður uppá rökkurgöngu í Gamla bæinn kl. 16 og 16.30 á laugardögunum, þar er ókeypið aðgangur. Lesið verður úr nýútkomnum bókum á sunnudeginum milli kl. 16-17. Heitt súkkulaði og meðlæti eins og hjá ömmu forðum daga og notaleg aðventustemmning að hætti hússins. Hlakka til að sjá ykkur öll í jólaskapi. Verið hjartanlega velkomin.

Pages

Subscribe to RSS - blogs