Já ég hef fengið í umboðssölu jóladisk sem ber heitið Jólastemmning og annan til sem ber nafnið Stemmning frá sönghóp sem kallar sig þessu skemmtilega nafni Veirurnar. Söngvarar í hópnum eru mörg hver Skagfirðingar langt aftur í ættir og syngja náttúrlega alveg eins og englar fyrir vikið. Þau telja um 15-20 manns og hafa starfað saman í uþb. 25 ár og syngja við hin ýmsu tækifæri allt árið um kring víðsvegar um landið. Við höfum notið þess að fá þau í heimsókn hingað í fjörðinn af og til en það mætti auðvitað vera oftar, því þau eru svo skemmtileg
Þetta er fallegur og fágaður söngur hjá þeim og vel þess virði að kaupa sér disk. Kostar 1950 kr. stk. Verið velkomin.