Opið í áskaffi á aðventu

Opið verður í Áskaffi í Glaumbæ laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. desember frá kl. 15-19 auk laugardagsins 18. desember frá kl. 15-19. Boðið verður uppá rökkurgöngu í Gamla bæinn kl. 16 og 16.30 á laugardögunum, þar er ókeypið aðgangur. Lesið verður úr nýútkomnum bókum á sunnudeginum milli kl. 16-17. Heitt súkkulaði og meðlæti eins og hjá ömmu forðum daga og notaleg aðventustemmning að hætti hússins. Hlakka til að sjá ykkur öll í jólaskapi. Verið hjartanlega velkomin.