Fyrsta prjónakvöldið 2011

Takk fyrir notalega kvöldstund þið sem komuð í gærkveldi á fyrsta prjónakvöld ársins 2011í Kompunni á Sauðárkróki. Ekki var það fjölmennt en góður félagsskapur og gott andrúnsloft sannarlega. Byrjendur sem og lengra komnir sátu saman og skemmtu sér hið besta. Verið ávallt velkomin á prjónakvöld í Kompunni milli kl. 19.30-21.30 á fimmtudagskvöldum. Athugið að Kompan er opin á sama tíma.