AKRA hveitið er til sölu í Kompunni

Hef tekið í sölu hveiti sem Gunnar bróðir minn á Stóru Ökrum í Blönduhlíð framleiðir. Hveitið sel ég til styrktar Frjálsíþróttadeild Tindastóls sem leggur upp í keppnisferð til Gautaborgar í sumar. 2 kg. af hveitinu kosta 400 kr. stgr. En það er líka hægt að fá það afhent í heimatilbúnum hveitipokum sem ég geri sjálf og þá sel ég pokann á 1900 kr. (með 2 kg.) Pokann er síðan hægt að nota aftur td. með því að koma í Kompuna og kaupa meira hveiti. Endilega komið og styrkið gott málefni og kaupið á Skagfirskt hveiti sem alveg ljómandi í brauð, pizzabotna og fleira. Verið velkomin.