Opið hús í Kompunni

Samverustundir í Kompunni fyrir alla þá sem langar að koma með handavinnuna sína og spjalla. Fyrsta samveran verður miðvikudaginn 21. september frá kl. 19-22. Þar verða umræður um vetrarstarfið. Stefnt er að samverustundum aðra hverja viku á miðvikudögum í vetur. Verið öll hjartanlega velkomin til okkar í kaffispjall og kósíheit. Kaffisjóðurinn verður á sínum stað ef fólk vill styrkja kvöldin.