Frábært námskeið

Takk fyrir frábært námskeið í Taumálun sem fram fór laugard. 20. okt. ´07 á Sauðárkróki. Það voru 6 konur sem tóku þátt. Kennari á námskeiðinu var Kristlaug Pálsdóttir frá Engidal í Bárðadal sem er alveg einstaklega flink að mála og frábær kennari. Kann ég henni mínar bestu þakkir fyrir frábært samstarf og vona að nemendurnir hafi notið þess eins og ég. Það er mjög trúlegt að við Kristlaug verðum með annað námskeið strax eftir áramótin. Myndir af námskeiðinu og hlutum sem Kristlaug hefur málað eru væntanlegir á heimasíðuna mjög fljótlega :-)