Gimb námskeið

Það fór vel af stað Gimb námskeiðið hjá okkur á fimmtudagskvöldið 25. okt. Góð mæting og núna eru nemendur í óða önn að vinna heimaverkefnin sín til að geta klárað næsta fimmtud. hjá okkur. Gimb er fljótlegt að læra og afskaplega fallega hluti hægt að Gimba ss. barnateppi, trefla og dúka svo eitthvað sé nefnt. Kennari á námskeiðinu hjá Kompunni er Friðfinna Lilja Símonardóttir.